Eftir gagngerar endurbætur Reykjavíkurborgar mun Borgastjórinn í Reykjavík opna Tjarnarbíó formlega föstudaginn 8. Okt kl. 17. Við opnunina mun Sirkus Íslands og Margrét Eir skemmta gestum ásamt því að borgarstjóri og Jóhann G. Jóhannsson, formaður SL flytja stutt ávörp. Með þeim breytingum sem Reykjavíkurborg hefur gert á þessu fornfræga húsi hefur aðstaða fyrir listviðburði að móttöku gesta tekið algjörum stakkaskiptum. 

Salurinn er orðin að hluta til svartur kassi með færanlegum bekkjum til að mæta betur þrörfum mismunandi listviðburða. Búið er að byggja yfir portið nýtt anddyri en þar mun Áslaug Snorradóttir og Anna Elínborg opna kaffihúsið Majónes. Gamla anddyrið rúmaði aðeins um hluta gesta og urðu áhorfendur að híma út á gangstétt í öllum verðrum.  Sjálfstæðu leikhúsin – SL munu reka húsnæðið eins og undanfarin  ár.

SL auglýsti eftir viðburðum í byrjun september og er óhætt að fyllyrða að mikil eftirspurn er eftir húsnæðinu og mun dagskráin verða fjölbreytt í vetur. Á meðal viðburða í október verða m.a. KeðjaReykjavík sem hefst strax að lokinni opnunarathöfnuninni, Airwaves, dansverkin Singletrack og Colorblind frá Silesia Dance Theatre og Íslenska dansflokknum, útgáfutónleikar Jónasar Sig og Ritvéla framtíðarinnar og Ódó á Gjaldabuxum. 

Einnig er von á fleiri viðburðum s.s. Djúpið,  Algjör Sveppi – dagur í lífi stráks, Súldarsker, Unglist, Hjaltalín, Rúnar Þórisson, Ævintýrið um Augastein og Bedroom Community.  Heimasíða Tjarnarbíós www.tjarnarbio.is var opnuð á dögunum en þar er hægt að nálgast upplýsingar um viðburði ásamt því að kaupa miða í gegnum miði.is. Einnig verður miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13-15 og klukkutíma fyrir viðburði.

{mos_fb_discuss:2}