Borgarbörn, barna- og unglingaleikhús, frumsýna Allt í misgripum eftir William Shakespeare á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 23. apríl kl. 19:00.  Sýningin er hluti af Shakespeare 24, sem er stærsta alþjóðlega  Shakespeare-leiklistarhátíð, sem haldin hefur verið meðal barna og unglinga.
 
Shakespeare 24 er stórkostlegt heimshornaflakk til heiðurs 444 afmælisdegi Shakespeares. Flakkið hefst á Nýja Sjálandi og lýkur 24 stundum síðar á Hawaii. Sextíu og tveir unglingahópar (11-21 árs) frá 34 löndum munu setja á svið verk höfundarins klukkan 19:00 á staðartíma.
 

{mos_fb_discuss:2}