Áhugaleikhús atvinnumanna efnir til keppninnar BESTA Fjallkonan 2010 fimmtudaginn 24. júní kl.12.30 í Útgerð Hugmyndahúss háskólanna að Grandagarði 16. Kosin verður Besta fjallkonan og keppt er í fyndni, fegurð, frumleika og heiðarleika.

Auglýst er eftir þátttakendum í keppnina sem er opin öllum, óháð kyni og aldri.
Hefurðu til að bera fyndni, fegurð, frumleika og heiðarleika, áttu ígildi skautbúnings? Þá er þetta keppni fyrir þig.

Fjallkonukeppnin eða JÚNÍ, örverk um það besta við Ísland, er hluti af Örverkaröð Áhugaleikhúss atvinnumanna og er hið sjötta í röðinni.  Örverk um áráttur, kenndir og kenjar er safn 12 örverka sem hvert um sig tekur á áráttum, kenndum og kenjum sem hafa áhrif á mannlega tivist í Reykjavík 2010. Verkin eru jafnan kennd við þann mánuð sem þau eru leikin í. Þau taka um  10 mínútur í flutningi og eru frumsýnd kl. 12.30 síðasta fimmtudag í hverjum mánuði allt árið 2010 og sýnd í beinni útsendingu á veraldarvefnum, www.herbergi408.is.
Viðfang verkanna ræðst af því sem hrærist í samtímanum og hefur áhrif á líf okkar.

Til þess að skrá sig í keppnina þarf að senda tölvupóst á steinunn@ahugaleikhus-atvinnumanna.com eða hringja í síma 6624805 í síðasta lagi kl. 17.00 miðvikudaginn 23. júní.

Frekari upplýsingar veitir Steinunn Knútsdóttir, leikstjóri verksins í síma 6624805.

Myndin er af leikkonunni Láru Sveinsdóttur þar sem hún undibýr sig fyrir keppnina.