Leikfélag Keflavíkur frumsýnir hinn vinsæla fjölskyldusöngleik Benedikt búálf föstudaginn 28. febrúar kl. 19:00.
Benedikt búálfur er skemmtilegt og fjörugt leikrit eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með hressandi og vel gerðum lögum eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson.
Leikritið fjallar um Dídí mannabarn og Benedikt búálf sem leggja af stað í hættuför að bjarga Tóta tannálfi, en hvað gerist í álfheimum ef tannálfurinn er ekki þar? Jú, þá fá allir álfarnir tannpínu og þá er illt í efni.
Sýningin var fyrst sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Nú er það Ingrid Jónsdóttir sem leikstýrir þessari uppfærslu á Benedikt, en hún hefur komið víða við sem leikstjóri og leikkona.

Barnasýningum Leikfélags Keflavíkur hefur ávallt verið vel tekið og Benedikt búálfur verður þar sennilega undantekning. Leikhópurinn samanstendur af reyndum leikurum í bland við nokkra sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Miðasala er á tix.is.