Bangsímon fyrir norðan

ImageLeikfélag Blönduóss hyggur á sýningu barnaleikrits nú á haustdögum. Fyrir valinu hjá þeim að þessu sinni varð verkið Bangsímon, leikgerð Erics Olson byggð á sögu A.A. Milne. Þýðing á íslensku er eftir Huldu Valtýsdóttur og Kristján frá Djúpalæk. Sögur A.A. Milne um Bangsímon eru heimsþekktar og hafa átt miklum vinsædum að fagna um áratugaskeið.

Til starfans var ráðinn leikstjórinn Guðjón Sigvaldason og eru æfingar komnar nokkuð á veg. Átta leikarar taka þátt í sýningunni.

Stefnt er að frumsýningu um næstu mánaðamót.

0 Slökkt á athugasemdum við Bangsímon fyrir norðan 703 05 október, 2005 Allar fréttir október 5, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa