Bandalag íslenska leikfélaga auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 100% starf frá 1. janúar 2019.
Framkvæmdastjóri vinnur í umboði stjórnar Bandalagsins og eru verkefni hans m.a.:
Daglegur rekstur skrifstofu og verslunar með áherslu á þjónustu við aðildarfélög og aðra sem eftir henni leita.
Sér um Leiklistarvef, handritasafn, vefverslun og innkaup.
Bókhald og reikningsskil ásamt uppsetningu ársrits.
Erlend samskipti.
Undirbýr fundi og kemur að öllum stærstu verkefnum Bandalagsins s.s. leiklistarskóla, leiklistarhátiðum, o.s.frv.
Hæfniskröfur:
Yfirgripsmikil þekking á starfsemi leikfélaga og Bandalags íslenskra leikfélaga og hæfni til að vinna sjálfstætt.
Góð tölvukunnátta og að geta unnið sjálfstætt í margskonar forritum.
Góð þekking á bókhaldi og skrifstofuhaldi.
Góð tungumálakunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli.
Háskólamenntun æskileg eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Góð samskiptahæfni, vandvirkni, jákvæðni, þjónustulund og samviskusemi.
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
Reynsla sem nýtist í starfi og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Laun samkvæmt samkomulagi.
Umsóknum skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt greinargerð um þátttöku í leikhúsvinnu.
Meðmælendur óskast.
Æskilegt er einnig að umsækjendur skili stuttri lýsingu á því af hverju þeir sækjast eftir starfinu.
Umsóknir skulu sendar til Bandalags íslenskra leikfélaga, Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið info@leiklist.is merkt “Starfsumsókn”.
Umsóknarfrestur er til 10. september 2018.
Nánari upplýsingar gefa Vilborg Valgarðsdóttir (vilborg@leiklist.is) og Guðfinna Gunnarsdóttir (krullupinni@gmail.com).