Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Ávaxtakörfuna sívnsælu eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, föstudaginn 28. október. Tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Leikstjóri sýningarinnar er Ólafur Jens Sigurðsson sem vinnur nú með félaginu í fjórða sinn en u.m 30 manns koma að uppfærslunni á einn eða annan hátt.

Frumsýning er á föstudag kl. 20.00 og síðan verður sýnt laugardaga og sunnudaga kl. 15:00. Miðapantanir eru í síma 852-1940 alla daga frá kl 10:00 – kl 20:00. Miðaverð 3.900 kr. Miðasalan sjálf opnar svo eins og ávalt 1 ½ klst fyrir sýningar.
Frekari upplýsingar má sjá á Facebook síðu leikfélagsins

Myndina tók Sæþór Vídó.