Vegna gríðarlegrar aðsóknar að Súldarskeri eftir Sölku Guðmundsdóttur í Tjarnarbíó er búið að bæta við fjórum auka sýningum 18. 22. 23 og 27. febrúar. Verkið er ærslafull, tragíkómísk ráðgáta sem gerist í einangruðu bæjarfélagi sem á sér ógnvænlegt leyndarmál. Tvær leikkonur leika öll hlutverkin, sem eru samtals hátt í tuttugu talsins. Leikstjóri er Harpa Arnardóttir og leikarar Aðalbjörg Árnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Verkið hefur hlotið lof gagnrýnanda og áhorfenda en uppselt hefur verið á allar sýningar frá frumsýningu 14. janúar.

Leikhúsbarinn Majónes hefur boðið gestum upp á leikhúsbakka í anddyri Tjarnarbíós fyrir sýningar en áhorfendur geta þar notið veitinga fyrir sýningar í nýju og endurbættu anddyri.  Jafnframt er Majones opið alla daga vikunnar frá kl. 9 á morgnanna og m.a. hægt að kaupa sér mat í hádeginu.

{mos_fb_discuss:2}