Ævintýrið um Augastein, hugljúft jólaleikrit fyrir yngstu listunnendurna eftir Felix Bergsson, hefur fengið frábærar viðtökur og hefur Tjarnarbíó bætt við þremur aukasýningum.
Leikritið er fyrir foreldra og börn, en kjöraldur er 7-8 ára, en það hentar einnig fyrir 3 ára og upp í 11 ára.
Leikritið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina sem læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta.
Dagsetningar:
13. desember, kl. 13:00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
13. desember, kl. 15:00 – AUKASÝNING – ÖRFÁ SÆTI LAUS
20. desember, kl. 13:00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
20. desember, kl. 15:00 – AUKASÝNING
Meira á Tjarnarbíó.is og Miði.is.