Fjöldi manns sótti sýningar LA helgina 7,-9. maí í Íslensku óperunni. Það var frábær stemmning, mikið hlegið og dynjandi fagnaðarlæti í lok sýninga. Vegna fjölda áskorana – og fyrir þá sem ekki komust þá helgi – verða  aukasýningar á  39 þrepum í Íslensku óperunni  helgina 21.-24. maí. Leikstjóri sýningarinnar er María Sigurðardóttir.

Leikfélag Akureyrar frumsýndi gamanleikinn 39 þrep í janúar sl. Uppselt hefur verið á nær 50 sýningar norðan heiða og gagnrýnendur á einu máli; „Stórkostleg sýning“. Í þessum óborganlega gamanleik fara 4 leikarar á kostum í  139 hlutverkum. Breski háðfuglinn Patrick Barlow gerir leikgerðina og byggir hana á samnefndri kvikmynd Alfred Hitchcock.
Leikarar í 39 þrepum eru Björn Ingi Hilmarsson, Atli Þór Albertsson, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir.

Hægt er að nálgast upplýsingar um sýninguna og kaupa miða á vef Íslensku óperunnar; www.opera.is. Sími miðasölu er 511 4200.

{mos_fb_discuss:2}