Líf og fjör hefur verið í Halanum undanfarnar vikur. Innanfélagsmenn hafa tekið höndum saman og æft stíft, bæði stuttverk og tónlist. Nokkrar húsmæður tóku sig til og gerðu helling af brauðtertum, skúffukökum og kleinum. Sem rann ljúft í gesti Kaffileikhússins 21. maí sl. Þá var uppselt og fólk varð frá að hverfa á fimmtudaginn svo að ákveðið hefur verið að skella upp aukasýningu á annan í Hvítasunnu, 1. júní kl. 17.00
Sýnd eru þrjú stuttverk:
Miðvikudagur í Helvíti, eftir Ármann Guðmundsson
Bara Tjilla, eftir Jónínu Leósdóttur
Einleikur fyrir höfund og leikara, eftir Benóný Ægisson
Leikstjóri allra verkanna er Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Hjólastólasveitin flytur nýtt rúllandi uppistand sem þau kalla Kókosbollu Hó Ó Pónó, leikstjóri Ágústa Skúladóttir
Fjórar hljómsveitir flytja tónlist:
Nafla-Jón, Lister, og Tobias og Daníel og Dúó Gísla blikk
Léttir drykkir verða seldir í sjoppunni. Miðaverð er aðeins 1000 kr. kaffi og kökur innifalin. Miðasala í síma 862-4576 Ath. að vissara er að panta miða.