Aukasýning verður á Fróða og öllum hinum grislingunum sem Leikfélag Kópavogs hefur sýnt undanfarnar vikur. Síðustu sýningar voru um liðna helgi en vegna fjölda tilmæla hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu 13. maí næstkomandi. Þegar hafa verið sýndar 15 sýningar fyrir fullu húsi. Nánari upplýsingar um sýninguna og miðapantanir eru á vef leikfélagsins kopleik.is.