Uppselt hefur verið á þær fimm sýningar sem búnar eru af Allskonar Elvis hjá Leikfélagi Mosfellssveitar og uppselt er á föstudag 18. mars n.k. en búið er að setja á tvær sýningar til viðbótar föstudaginn 25. mars klukkan 20:00 og 23:00. Nánar verður auglýst síðar með framhald. Miðapantanir í síma 5 66 77 88, miðaverð aðeins krónur 1500.

Einnig er hafinn undirbúningur hjá LM vegna Aðalfundar BÍL og stuttverkahátíðar í Bæjarleikhúsinu þann 29. apríl n.k. Vonumst til að sjá sem flesta á báðum viðburðum.

{mos_fb_discuss:2}