ImageÁkveðnar hafa verið þrjár aukasýningar á Hungri sem Fimbulvetur ehf setti upp fyrr í vetur. Verkið hefur hlotið mikið umtal og lof og afar vel hefur selst á þær tíu sýningar sem búnar eru og um 1700 manns hafa þegar séð verkið.  Fimbulvetur ehf og Borgarleikhúsið hafa nú ákveðið að bæta við þremur aukasýningum á verkinu í maí.

Þar sem Fimbulvetur varð frá Litla Sviðinu að hverfa í apríl vegna endurupptöku á hinu frábæra verki Forðist Okkur og þar sem Borgarleikhúsið hefur leigt Listaháskólanum Litla sviðið fram að áramótum næsta vetur er næsta víst að þessar aukasýningar í maí verða þær síðustu.

Sýningarnar verða fim 4. maí, sun 7. maí og sun 14. maí.