Þrátt fyrir mikla óvissu með leikstarf á yfirstandandi leikári, stefnir Þjóðleikhúsið á val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins næsta vor. Þjóðleikhúsið hefir verið í samstarfi við Bandalagið í rúma tvo áratugi með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna sem sérstaka athygli vekur. Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi verið  boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu en síðasta vor kom Covid í veg fyrir valið. Í þeirri von að rofa fari til í kófinu er kemur fram á næsta ár er stefnt á að velja sýningu á vori komanda. Að þessu sinni verður hægt að sækja um fyrir sýningar sem frumsýndar voru í maí 2019 fram til loka umsóknarfrests sem er 20. apríl 2021. Sótt er um á Leiklistarvefnum. Dómnefnd á vegum Þjóðleikhússins mun velja þá sýningu sem nefndin telur sérstaklega athyglinnar virði og verður valið samkvæmt venju tilkynnt á aðalfundi BÍL í byrjun maí.

Umsóknarform fyrir AÁÁ2021 er að finna hér.