Nú er runninn út frestur til að sækja um að koma til greina í vali Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningunni og er þátttakan óvenju góð þetta árið, alls sækja 18 leikfélög um með 20 sýningar. Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, mun svo tilkynna niðurstöður dómnefndar á hátíðarkvöldverði aðalfundar Bandalagsins sem haldin verður á Hótel Hlíð í Ölfusi þann 1. maí nk.

Eftirfarandi félög sækja um að koma tilgreina við val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningunni leikársins 2008-2009
 
1. Borgarbörn, barna- og unglingaleikhús: Rétta leiðin eftir Erlu Ruth Harðardóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur. Leikstjóri: Erla Ruth Harðardóttir.
2. Freyvangsleikhúsið: Vínland, rokksöngleikur eftir Helga Þórsson. Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson.
3. Halaleikhópurinn: Sjeikspírs Karníval eftir William Shakespeare. Leikgerð og leikstjórn: Þröstur Guðbjartsson.
4. Hugleikur: Ó, þessi tæri einfaldleiki, stuttverkadagskrá með verkum eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Hrefnu Friðriksdóttur, Hörð S. Dan, Þórunni Guðmundsdóttur, Þórarin Stefánsson og Árna Friðriksson. Leikstjórar: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Júlía Hannam, Ragnhildur Sigurðardóttir, Sigríður Birna Valsdóttir, Ásta Gísladóttir, Árni Hjartarson, Hörður Skúli Daníelsson, Árni Friðriksson og Þorgeir Tryggvason.
5. Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar: Kvennaskólaævintýrið eftir Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Arnór Benónýsson.
6. Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings: Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren. Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir.
7. Leikfélag Hveragerðis: H.V.S.F.Í. eftir Hafstein Þór Auðunsson, Jakob Hansen og Sindra Þór Kárason. Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson.
8. Leikfélag Keflavíkur: Hin illa dauðu eftir George Reinblatt. Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.
9. Leikfélag Keflavíkur: Sex í sveit eftir Marc Camoletti. Leikstjóri: Örn Árnason.
10. Leikfélag Kópavogs: Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumson. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
11. Leikfélag Rangæinga: Orustan á Laugalandi eftir Riemann og Schwartz. Leikstjórn og leikgerð: Guðrún Halla Jónsdóttir.
12. Leikfélag Sauðarkróks: Frá okkar fyrstu kynnum – 120 ár í sögu leikfélags. Leikstjóri og höfundur: Jón Ormar Ormsson.
13. Leikfélag Selfoss: Sjóræningjaprinsessan. Höfundur og leikstjóri: Ármann Guðmundsson.
14. Leikfélag Siglufjarðar: Héri Hérason eftir Coline Serreau. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason.
15. Leikfélag Ölfuss: Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring. Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson.
16. Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi: Jesús Guð Dýrlingur eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason.
17. Leikfélagið Peðið: Skeifa Ingibjargar eftir Benóný Ægisson. Leikstjórn: Lísa Pálsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson.
18. Stúdentaleikhúsið: Scarta eftir Víking Kristjánsson og Stúdentaleikhúsið. Leikstjórn: Víkingur Kristjánsson.
19. Stúdentaleikhúsið: Þöglir farþegar. Höfundur og leikstjóri: Snæbjörn Brynjarsson.
20. Ungmennafélag Reykdæla: Töðugjaldaballið – sendu mér sms eftir Bjartmar Hannesson og Hafstein Þórisson. Leikstjórn: Steinunn Garðarsdóttir og Jón Pétursson.

Sú sýning sem verður fyrir valinu verður svo sýnd á einhverju sviða Þjóðleikhússins, væntanlega í byrjun júní.

{mos_fb_discuss:3}