Sirkús- og leiksýningin ASS KOMBAT í Tjarnarbíói 5. ágúst kl. 20:30.

Sýningin ASS KOMBAT berst gegn kynbundnu ofbeldi með gleði, sirkús, nekt og alvöru.

Company Patrícia Pardo frá Spáni vann sýninguna í samstarfi við Amnesty International fyrir herferðina „My Body, My Rights”.

Verkið veltir upp spurningum um líkama, sjálfsmynd og kynvæðingu.

Trúðsleikur og persónulegar sögur fléttast saman í sýningu sem skemmtir á sama tíma og hún opnar augu fólks fyrir dulinni birtingarmynd kynbundins misréttis.

Tekið skal fram að nekt er í sýningunni og að sýningin verður aðeins flutt einu sinni í Tjarnarbíói, föstudaginn 5. ágúst kl. 20:30. Miðasala er hafin á Midi.is.

Sýningin er fjórða erlenda sýningin sem leikhúsið Tjarnarbíó hýsir í sumar.

Leikstjóri: Patricia Pardo

Höfundar: Eva Zapico, Guadalupe Sáez & Patricia Pardo

Leikkonur: Eva Zapico & Patricia Pardo

Íslensk þýðing: Elías Knörr

Sýningin er flutt með íslenskum texta