ImageArtfart – sviðslistahátíð fer fram dagana 10. – 20. ágúst næstkomandi. Hátíðin er tilraunavettvangur ungs listafólk með það að markmiði að stuðla að nýsköpun og framúrstefnu í íslenskri sviðlist. Að hátíðinni standa 8 hópar sem allir hafa það sameiginlegt að spyrja spurninga um tilgang og markmið sviðslista á Íslandi og tenginngu þeirra við aðrar listir og fræðigreinar, s.s. myndlist og menningarfræði. Þáttakendur eru nær allir listnemar. Boðið verður upp á átta verk á hátíðinn og er óhætt að segja að efniviður sýninganna sé mjög fjölbreyttur. Til að mynda er aðeins eitt verk sem er ekki unnið frá grunni af hópnum og má auðveldlega líta á sumar sýninganna sem lifandi innsetningar. Hér er því um að ræða tilraunir í leiklist og danslist sem lögnu eru orðnar tímabundar og nauðsynlegar fyrir framþróun sviðslista á Íslandi. Miðaverði er haldið í lágmarki og kostar 500 kr. inn á hverja sýningu og hægt er að kaupa passa á allar sýningarnar á 2500 kr. Miðsölusími er 824 8870 (Athuga ber að sérstakt verð er á sýninguna Penetreitor). Hér fyrir neðan má sjá dagskrá yfir atburði hátíðarinnar. Allar sýningar fara fram í gamla Ó. Johnsen og Kabber húsinu við Sæbraut.

Fimmtudagur 10. ágúst:
Hópur: Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan – Sýning: Meyjarheftið, kl 20:00
FRUMSÝNING
Hópur: Saga – Sýning: Billy Boy, kl. 21:30 FRUMSÝNING
Hópur: Vér Morðingjar – Sýning: Penetreitor (ATH: sýnt í Grandagörðum 8, miðaverð 2000 og ágóði rennur til Hugarafls, miðasala 6990923)

Föstudagur 11
Hópur: Saga – Sýning: Billy Boy, kl. 21:30
Hópur: Sarent – Sýning: RE:RE:RE:RE:RE:RE:RE:RE:No Subject, kl 22:00
FRUMSÝNING

Laugardagur 12:
Hópur: ELA – Sýning: Lebanon is a good place for rebirth, kl. 20:00
FRUMSÝNING
Hópur: Ísl. hreyfiþróunarsamst. – Sýning: Meyjarheftið, kl. 18:00
Hópur: B8 – Sýning: Íslenzk fyndni LOL djók, kl. 22:30 FRUMSÝNING

Sunnudagur 13:
Hópur: ELA – Sýning: Lebanon is a good place for rebirth, kl. 18:00
Hópur: Ísl. hreyfiþróunarsamst. – Sýning: Meyjarheftið, kl. 20:00
Hópur: Brite Theatre – Sýning: Kjöt, kl 22:00 FRUMSÝNING

Þriðjudagur 15:
Hópur: Brite Theatre – Sýning: Kjöt, kl 20:00
Hópur: Vér Morðingjar – Sýning: Penetreitor (ATH: sýnt í Grandagörðum 8, miðaverð 2000 og ágóði rennur til Hugarafls, miðasala 6990923)

Miðvikudagur 16:
Hópur: Ísl. hreyfiþróunarsamst. – Sýning: Meyjarheftið, kl. 20:00
Hópur: B8 – Sýning: Íslenzk fyndni LOL djók, kl. 22:00
Hópur: Sarent – Sýning: RE:RE:RE:RE:RE:RE:RE:RE:No Subject, kl 18:00
Hópur: Vér Morðingjar – Sýning: Penetreitor (ATH: sýnt í Grandagörðum 8, miðaverð 2000 og ágóði rennur til Hugarafls, miðasala 6990923)

Fimmtudagur 17:
Hópur: Brite Theatre – Sýning: Kjöt, kl 22:00
Hópur: Saga – Sýning: Billy Boy, kl. 21:30
Hópur: Sarent – Sýning: RE:RE:RE:RE:RE:RE:RE:RE:No Subject, kl 20:00

Föstudagur 18:
Hópur: ELA – Sýning:Lebanon is a good place for rebirth, kl. 24:00
Hópur: B8 – Sýning: Íslenzk fyndni LOL djók, kl. 22:00
Hópur: Saga – Sýning: Billy Boy, kl. 21:30
Hópur: Veggmyndir – Sýning: Veggmyndir, kl. 20:00

Sunnudagur 20:
Hópur: ELA – Sýning: Lebanon is a good place for rebirth, kl. 20:00
Hópur: Vér Morðingjar – Sýning: Penetreitor (ATH: sýnt í Grandagörðum 8, miðaverð 2000 og ágóði rennur til Hugarafls, miðasala 6990923)
Hópur: Veggmyndir – Sýning: Veggmyndir, kl 22:00

Nánari upplýsingar um hópana má finna á www.artfarticeland.net og einnig www.vermordingjar.blogspot.com  og www.artfart.blogspot.com