arsrit2010_frontEftir allnokkra töf vegna innbrots er Ársrit Bandalagsins 2009–2010 loksins komið út. Reyndar er það fyrst og fremst aðgengilegt hér á netinu og er hægt að hala því niður sér að kostnaðarlausu. Þó er hægt að kaupa útprentuð eintök á 1500 kr. í þjónustumiðstöð Bandalagsins, Suðurlandsbraut 16 (eða panta og fá sent í póstkröfu á info@leiklist.is). Efni ritsins er hefðbundið, yfirlit á sýningar aðildarfélaga og aðra starfsemi, ársreikningar, fundargerðir o.þ.h., en einnig er umfjöllun um Stuttverkahátíðina Margt smátt 2009 á Seltjarnanesi.

Ársritið má nálgast hér á PDF formi. Stærðin er 4.2 Mb.