Í september næstkomandi kemur út bókin Allt fyrir andann – Bandalag íslenskra leikfélaga, 1950–2000. Þar er rakin saga Bandalagsins í 50 ár en allt frá stofnun hefur hreyfingin verið öflugur bakhjarl leikfélaganna í landinu og tilkoma hennar blés nýju lífi í leikstarf úti um allt land. Hægt er að kaupa bókina í forsölu og setja nafn sitt um leið á heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) bókarinnar. Frestur til á skrá sig á heillaóskatöfluna er til 20. júní.

Greint er frá aðdraganda og stofnun Bandalagsins, upphafsárum þess og fyrstu verkefnum. Þá er þráðurinn rakinn í gegnum árin og áratugina og sýnt hvernig hreyfingin þróaðist með tímanum en sú þróun var hreint ekki alltaf átakalaus. Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur og áhugaleikari tók saman.

Fullt verð er kr. 5.500,– en í forsölu 4.900 kr.

Bandalag íslenskra leikfélaga annast dreifingu og veitir frekari upplýsingar

Bandalag íslenskra leikfélaga
Sími 5516974
Laugavegi 96 /101 Rvík
info@leiklist.is

{mos_fb_discuss:3}