Nú kreppist kreppan enn meir og menn þurfa að skera, skera bæði UPP og niður í samfélaginu. Við í Leikfélagi Hveragerðis viljum sem minnst minnast á svoleiðis fréttir og umtal en í þetta skiptið verður ekki hjá því komist að mikið verður skorið UPP á sviðinu okkar hér í Hveragerði.

 

Þá er átt við gamanleikritið Allra meina bót eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, sem í leikstjórn heiðursfélagans Sigurgeirs Hilmars Friðþjófssonar, mun vekja gleði og kátínu hjá hverjum manni.

Verkið gerist á sjúkrastofu þar sem ríkjum ræður ókrýndur konungur allra skurðlækna, Dr. Svendsen og tekur hann á móti sjúklingum og sker þá upp, eða niður, við hvers konar sjúkdómum. Uppáhalds sjúklingur Dr. Svendsens er Andrés „oftskorni“ sem hefur verið fastagestur á spítalanum lengi vel og alltaf virðist vera hægt að skera manninn meira upp. Inn í verkið flækjast svo læknanemar, fjármálabraskarar með minnistap og leynirlögregla svo fátt eitt sé nefnt og er útkoman ein heljarinnar skemmtun með fallegum lögum og söng sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Frumsýning föstudagur 9. okt.
Sýning 2 sunnudagur 11. okt.
Sýning 3 þriðjud. 13. okt.
Sýning 4 föstud. 16. okt.
Sýning 5 sunnud. 18. okt.

Miðaverð: 2.000 kr.   1.500 kr. fyrir eldriborgara/öryrkja/börn 13 ára og yngri/hópar 10+

Miðapantanir í Sjoppunni, Sunnumörk í síma: 587-1818

Allar sýningar hefjast kl. 20.30 (húsið opnar kl. 20.00)

{mos_fb_discuss:2}