Leikfélag Keflavíkur frumsýndi revíuna Allir á Trúnó þ. 8. mars sl. Revían er skrifuð af nokkrum meðlimum félagsins, en þeir eru Júlíus Guðmundsson, Arnór Sindri Sölvason, Jón Bjarni Ísaksson, Yngvi Þór Geirsson, Ómar Ólafsson og Sigurður Smári Hansson. Leikstjórn er í höndum Bjarkar Jakobsdóttur. Í revíunni er lítið yfir það sem gerst hefur á Suðurnesjum og í þjóðfélaginu síðustu misseri ásamt almennu grínsketsum um daglegt amstur.

Ellefu sýningum er nú lokið og er stefnan að sýna fram að páskum og jafnvel eitthvað lengur. Allir á Trúnó er sýning fyrir alla sem hafa skopskynið á réttum stað. Næstu sýningar verða fim. 4.  fös. 5. og sun. 7. apríl. Miðapantanir í síma 421-2540 eftir kl. 14.00.  Sýnt er í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17. Einnig er hægt að panta í gegnum Facebook-síðu félagsins.