Alþjóðlegi háskólinn Global Theatre Experience (IUGTE) heldur sviðslistasmiðju undir stjórn Sergey Ostrenko í Riga í Lettlandi dagana 30. mars til 4. apríl í vor. Aðeins eru örfá pláss í boði og munu námskeiðshaldarar velja úr umsækjendum þá sem þeim þykir henta. Ítarleg ferilskrá þarf að fylgja umsóknum. Smiðjan er opin leikstjórum, leikskáldum, leikurum, dönsurum, danshöfundum, leiklistarkennurum, og öllu leikhúsfólki í leit að nýrri sýn á starf sitt.
Í kynningu námskeiðsins segir:
Smiðjan veitir dásamlegt tækifæri til að byggja upp samskipti við samstarfsmenn annars staðar úr heiminum og deila reynslu, áskorunum og velgengni í andrúmslofti sköpunar, óháð daglegum störfum þátttakenda í leikhúsinu og gefur færi á hugmyndavinnu og innblásturs í framtíðarverkefni.

Smiðjan inniheldur mikla verklega þjálfun, fyrirlestra og umræðuhópa.
Skráningu lýkur þegar námskeið fyllist.
IUGTE sér þáttakendum fyrir húsnæði og þremur máltíðum á dag á meðan á námskeiði stendur.

Nánari upplýsingar má finna hér.