Liverpool International Theatre Festival 2008

Þessi hátíð er haldin annað hvert ár og hingað til hefur engin íslenskur hópur sótt hana. Nú vilja Nova Scotia-búar breyta því og bjóða okkur til leiks, bjóðast meir að segja til að framlengja umsóknarfrestinn eitthvað (sem annars er til 14. júní n.k.)

Í reglum hátíðarinnar segir að þar skuli sýna a.m.k. 12 leikhópar, þar af 4 frá heimalandinu.

Þeir bjóða 10 manna hópi frítt uppihald í fimm daga og akstur fram og til baka frá flugvellinum í Halifax. Icelandair hefur nýlega hafið áætlunarflug til Halifax og kostar ódýrasta fargjald (netsmellur) um 40 þúsund á manninn báðar leiðir.

Eru ekki einhver ferðaglöð leikfélög með góðar sýningar í handraðanum þarna úti sem vilja stökkva á þetta?

Nánari upplýsingar á heimasíðu hátíðarinnar www.litf.ca

Biðjið um umsóknareyðublöð í netfanginu info@leiklist.is