
Rokksöngleikurinn Ólafía hjá Eflingu
Leikdeild Eflingar frumsýnir laugardaginn 15. febrúar rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere. Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere. Söngleikurinn fjallar um líf ungs fólks í dag og áreiti...

Námskeið í sýningarstjórnun og tækni leikhússins
Helgina 15. og 16. mars stendur Þjóðleikhúsið fyrir námskeiðum í sýningarstjórnun annars vegar og tækni leikhússins hins vegar. Námskeiðin verða kennd af sýningarstjórum og tæknimönnum hússins og verða kennd í Þjóðleikhúsinu. Skráning er á vef Þjóðleikhússins. Nánar um námskeiðin:...

Átta konur hjá Leikfélagi Selfoss
Leikfélag Selfoss vinnur nú hörðum höndum að 88. uppsetningu félagsins. Æfingar hófust í desember sl. og stefnt er á frumsýningu þann 14.febrúar. Rakel Ýr Stefánsdóttir leikstýrir verkinu sem heitir Átta konur og er „glæpsamlegur gamanleikur“ eftir franska leikskáldið Robert...

Frumsýning á Bót og betrun
Leikfélag Kópavogs frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun laugardaginn 1. febrúar kl. í Leikhúsinu að Funalind. Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur út úr félagslega kerfinu, þegar hann missir vinnuna....

Blóðug myrkraverk í Tjarnarbíó
Kómedíuleikhúsið er mætt til borgarinnar með blóðuga en sögulega leikstykkið Ariasman eftir Tapio Koivukari. Árið 2011 kom út samnefnd bók eftir Tapio sem vakti mikla athygli. Enda er hér á ferð sönn saga um Baskamorðin hrottalegu á Vestfjörðum árið...

NEATA Youth Festival í Litháen 2025
NEATA, Norður-Evrópsku áhugaleikhússamtökin bjóða íslenskum leikhóp ungmenna á leiklistarhátíð í Kreting í Litháen 8.-12. maí 2025. Hátíðin er ætluð leikhópum ungmenna á aldrinum 14.-17. ára. Leiksýningar skulu vera á bilinu 30-60 mínútna langar en að öðru leyti eru ekki...

Lápur, Skrápur og jólaskapið á Ísafirði
Litli leikklúbburinn frumsýndi jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson, í leikstjórn Tinnu Ólafsdóttur um liðna helgi en þetta er fyrsta verkið sem Tinna leikstýrir. Uppselt var á báðar sýningarnar um helgina og fóru leikhúsgestir uppfullir af jólaskapi...

Fjórtándi jólasveinninn í Freyvangi
Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið barnaleikrit eftir Ásgeir Ólafsson Lie og segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn...

Blái hnötturinn á Flateyri
Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00 frumsýnir Leikfélag Flateyrar hið æsispennandi ævintýri um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Flateyri og er sýningin skemmtileg fyrir unga sem aldna. Í þessu spennandi og hlýja leikriti verða...

Uppselt fram að jólum í Ávaxtakörfunni
Leikfélag Hveragerðis frumsýndi Ávaxtakörfuna í lok september og hafa viðtökurnar ekki staðið á sér. Uppselt er á allar sýningar fram að jólum en síðasta sýning fyrir jól er sunnudaginn 8. desember. Þá fá leikarar og baksviðsfólk kærkomið jólafrí en...