Allar Fréttir

Leikhúspáskar í Kómedíuleikhúsinu

Leikhúspáskar í Kómedíuleikhúsinu

Kómedíuleikhúsið í Haukadal Dýrafirði, dalnum þar sem engin býr, tekur að vanda þátt í páskahátiðinni fyrir vestan. Á fjölunum verða tvær leiksýningar úr smiðju leikhússins. Fjölskylduleikritið ástsæla og alvestfirska Dimmalimm eftir Bílddælinginn Mugg hefur notið gífurlegra vinsælda frá því...

Stöndum saman á Eyrarbakka

Stöndum saman á Eyrarbakka

Leikfélag Eyrarbakka frumsýnir Stöndum saman, leikverk eftir Huldu Ólafsdóttur fim. 10. apríl á veitingastaðnum Rauða Húsinu á Eyrabakka. Hvað gerist þegar daglegt líf ungs pars fer að flækjast? Þegar barneignir, nám, vinnuálag, tengdaforeldrar, íbúðarkaup og samskiptaörðugleikar hrannast upp –...

Ærsladraugurinn á Hofsósi

Ærsladraugurinn á Hofsósi

Leikfélag Hofsóss frumsýndi gamanleikinn Ærsladrauginn eftir Noel Coward í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 29. mars. Leikstjóri er Börkur Gunnarsson. Verkið gerist á yfirstéttarheimili bresks rithöfundar sem ætlar að afla sér vitneskju um starfsemi miðla og býður í þeim tilgangi...

Ferðin á heimsenda hjá Leikfélagi Blönduóss

Ferðin á heimsenda hjá Leikfélagi Blönduóss

Leikfélagið Blönduóss hefur unnið markvisst að endurreisn félagins undanfarin ár og má segja að félagið sé að komast á frábært skrið núna. Leikfélagið setur nú á svið barnasýninguna Ferðina á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur...

Hárið á Hornafirði

Hárið á Hornafirði

Leikfélag Hornafjarðar, í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, frumsýnir söngleikinn Hárið, næstkomandi laugardag, 29. mars. Leikstjóri sýningarinnar er Svandís Dóra Einarsdóttir, hreyfihönnuður er Sigga Soffía Níelsdóttir, tónlistarstjóri er Hörður Alexander Eggertsson, kórstjóri er Hrafnkell Karlsson, ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson...

Bjargráð Leikfélags Fjallabyggðar

Bjargráð Leikfélags Fjallabyggðar

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýndi leikverkið Bjargráð eftir Guðmund Ólafsson 14. mars síðastliðinn. Verkið  er gamanleikur með söngvum og er höfundurinn Guðmundur Ólafsson, jafnframt leikstjóri. Leikurinn gerist í litlu bæjarfélagi þar sem allt er í kaldakoli og allt útlit fyrir að...

Leikfélag Dalvíkur frumsýnir Fram og aftur

Leikfélag Dalvíkur frumsýnir Fram og aftur

Leikfélag Dalvíkur frumsýndi leikritið Fram og aftur eftir Sean Grennan í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Sigrúnardóttur, föstudaginn 21 mars. Í staðfærðri þýðingu verksins  fjallar það um ungan mann sem vinnur á bar á Dalvík árið 1986. Eitt kvöldið...

Góðverkin kalla hjá Hugleik

Góðverkin kalla hjá Hugleik

Hugleikur frumsýnir Góðverkin kalla laugardaginn 15. mars í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi. Í litlum bæ út á landsbyggðinni, þar sem metnaður, góðmennska og samstaða einkenna fólkið, fer fram viðburður sem þú vilt ekki missa af! Hvenær verður...

Glanni glæpur í Frumleikhúsinu

Glanni glæpur í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Glanna glæp í Latabæ sunundaginn 9. mars í Fumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Leikgerðin er eftir þá Magnús Scheving og Ssigurð Sigurjónsson með tónlist Mana Svavarssonar og söngtextum eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er Brynja Ýr Júlíusdóttir. Íþróttaálfurinn...

Hans klaufi hjá Leikfélagi Stafholtstungna

Hans klaufi hjá Leikfélagi Stafholtstungna

Nýstofnað Leikfélag Stafholtstungna frumsýnir fjölskylduleikritið Hans klaufi eftir leikhópinn Lottu þann 9. mars næstkomandi. Sýnt er í Þinghamri, Varmalandi. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson.   Frumsýning er sunnudaginn 9. mars kl. 14.00. Sýningar eru annars sem hér segir: Sun. 16....

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 16 Apr: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert