Hver ertu þegar þú kemur allstaðar að, en á sama tíma frá engum sérstökum stað?

ALIEN CITIZEN: An Earth Odyssey er skemmtilegur og hnyttinn einleikur um hvernig það er að alast upp með fjölþjóðlegan bakgrunn, frá Mið-Ameríku, Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og Nýja Englandi.

Elizabeth Liang hefur unnið til verðlauna sem tvítyngd leikkona í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún var alin upp í Guatemala, Kosta Ríka, Panama, Marokkó, Egyptalandi og í Bandaríkjunum. Hún er nú á ferð með ALIEN CITIZEN, sjálfsævisögulega sýningu, um heiminn, og sýnir í leikhúsum, háskólum, alþjóðlegum skólum og bandarískum sendiráðum.

Sýnt í Tjarnarbíói 20. og 22. ágúst kl. 20:00

Miðaverð er 2000 kr.

Frekari upplýsingar um Elizabeth Liang og sýninguna má finna á heimasíðu Tjarnarbíós.

Á heimasíðu sýningarinnar má m.a. sjá myndbrot úr verkinu: cargocollective.com/aliencitizen