Leikfélag Hörgdæla setur upp Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson
í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar í vetur.
Leitin að Ormi, Lindu, Höllu, Ranúr og félögum er hafin og haldnar verða áheyrnarprufur sunnudaginn 1. september fyrir þá sem vilja taka þátt.
Leitað er að hæfileikaríku fólki á aldrinum sextán ára og uppúr til að taka þátt í þessu rífandi skemmtilega stykki. Leifélagið hefur leika með söngprufum sunnudaginn 1. september, í félagsheimilinu á Melum í Hörgárdal. Áhugasamir um sönghlutverk skrái sig í prufur með tölvupósti í netfang veronikarut@gmail.com með stuttri samantekt þar sem fram kemur nafn, aldur, fyrri reynsla af leikhúsi og/eða söng. Skráningu lýkur mánudaginn 26. ágúst. Ef lysthafendur vilja síður syngja en eru tilbúnir til að láta ljós sín skína í leik er fyrsti samlestur mánudagskvöldið 2 september kl 20:00, sama stað. Samlesturinn er öllum opinn.
Eins og Ólafur Haukur orðar það í leikritinu:
“Komdu með, vertu með
það er miklu meira gaman en vera fúll í framan!”