Afmælisveislan eftir Harold Pinter í leikstjórn Guðjóns Pedersen er á leiðinni norður og verður sýnd á sviði Samkomuhússins föstudagskvöldið 27. og laugardagskvöldið 28. september kl. 20:00, einnig á sunnudaginn 29. september kl. 16:00. Þessi sýning Þjóðleikhússins skartar landsliðsleikurunum Ingvari E. Sigurðssyni, Kristbjörgu Kjeld, Erlingi Gíslasyni, Birni Thors, Eggerti Þorleifssyni og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur. Sýningin hlaut 7 tilnefningar til Grímunnar s.l vor og hreppti þrenn verðlaun. Örfáir miðar eru lausir.

Stanley er fremur framtakslaus ungur maður, sem virðist áður hafa unnið fyrir sér sem píanóleikari. Hann dvelur á niðurníddu gistihúsi í litlum bæ við sjávarsíðuna í Bretlandi og er dekraður af eiginkonu gistihúseigandans. Skyndilega er honum kippt út úr þessari veröld þegar tveir dularfullir menn birtast til að „refsa“ honum fyrir glæpi sem óljóst er hverjir eru. Afmælisveisla sem eiginkona gistihúseigandans heldur fyrir Stanley verður vettvangur martraðarkenndar  en veislan breytist smám saman í sannkallaða martröð.