Ævisaga Einhvers, sem hlotið hefur gríðarlega góðar undirtektir áhorfenda og einróma lof gagnrýnenda, fer aftur á svið í Tjarnarbíói.

Leikhópurinn Kriðpleir segir sögur venjulegs fólks, þeirra sem ekki hefur þótt taka að skrifa bækur um. „Langflest erum við jú bara að fást við eitthvað venjulegt megnið af ævinni, stússa, versla í Bónus, vaska upp, hlusta á útvarpið, fara á fund með skólasálfræðingnum, fá lánaða kerru, færa hluti á milli staða. Og svo framvegis. Einhver verður að segja þá sögu.“

Því má segja að með sýningu þessari sé leikhópurinn að takast á við sameiginlega ævisögu okkar allra; hversdagsleikann.

Þetta er fjórða sýning Kriðpleirs en síðast sýndu þeir verkið Krísufund sem sló einnig í gegn. Leikhópurinn samanstendur af Friðgeiri Einarssyni, Ragnari Ísleifi Bragasyni, Árna Vilhjálmssyni og Bjarna Jónssyni.

Sýningar verða:
Föstudaginn 27. janúar kl. 20:30
Föstudaginn 3. febrúar kl. 20:30
Laugardaginn 11. febrúar kl. 20:30