Vegna fjölda eftirspurna hefur verið ákveðið að slá upp aukasýninguá Ævintýrakistunni Hjá Leikfélagi Sólheima laugardaginn 6. maí klukkan 14:00 í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Ýmislegt nýtt á eftir að koma upp úr ævintýrakistunni og heilla ykkur upp úr skónum. Það spáir skrítnum sögum, sól og blíðu. Ekki láta þig vanta!

Leikfélag Sólheima sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan. Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson en mun hann einnig bregða sér í búning og sýna sínar bestu hliðar. Tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum og sprellari.
Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri – Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómsveitin. Rúmur helmingur íbúa og starfsmanna Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni. Mikil aðsókn hefur verið á sýningarnar, mikið hlegið og haft gaman.

Nú er einungis þessi eina sýning eftir og síðan ekki sögunni meir.

Sýningar eru í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum, byrja kl. 14:00 og taka um klukkutíma, ekki missa af nýju íslensku barnaleikriti.
Miðasalan er í síma 847 5323
www.solheimar.is

Miðaverð fyrir fullorðna er 2500 kr, 7-12 ára 1000 kr og frítt fyrir 6 ára og yngri.

Opið verður í kaffihúsinu Grænu könnunni og Versluninni Völu um helgina.

Verið hjartanlega velkomin og njótið.