Leikhópurinn SuðSuðVestur æfir nú leikritið Eftir lokin eftir Dennis Kelly, í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Stefán þýðir einnig verkið ásamt Lilju Nótt Þórarinsdóttur en hún leikur jafnframt annað hlutverk verksins á móti Sveini Ólafi Gunnarssyni. Frumsýnt verður í Tjarnarbíói þann 29. október.

Eftir Lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás.  Samskipti þeirra einkennast af togstreitu og spennu, ástandið er eldfimt og spurningin er: Þau lifðu hörmungarnar af en lifa þau af hvort annað?

Leikararnir Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson hafa getið sér gott orð í leikhúsinu undanfarin ár, auk þess sem þau hafa verið mjög áberandi á kvikmyndatjöldum og sjónvarpsskjáum landsins.

Tónlist semur Gísli Galdur Þorgeirsson, leikmynd og búninga hannar Brynja Björnsdóttir og Stefán Benedikt Vilhelmsson hannar lýsingu.

{mos_fb_discuss:2}