Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Logalandi í Borgarfirði dagana 4. og 5. maí 2013.  Einþáttungahátíð verður haldin á sama stað föstudaginn 3. maí. Ekki er hægt að segja til um setningartíma hátíðarinnar fyrr en ljóst verður hve margir leikþættir koma á hátíðina og hvað þeir taka langan tíma í sýningu og verður það tilkynnt mánudaginn 22. apríl þegar allar umsóknir verða komnar í hús og búið að setja niður dagskránna. Hér eru upplýsingar fyrir þau félög sem hafa áhuga á að senda verk á hátíðina.

Fundurinn verður settur laugardagsmorguninn 4. maí kl. 9.00 og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 5. maí. Fundargerð aðalfundar 2012 má finna hér.

Skv. lögum Bandalagsins hafa aðeins þau aðildarfélög atkvæðisrétt á aðalfundi sem greitt hafa árgjöldin.

Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2012-2013.

Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum laugardaginn 4. maí. Frestur til að senda Þjóðleikhúsinu umsóknir rennur út föstudaginn 19. apríl. Umsóknareyðublöð má finna hér.

Gisting og morgunverður verða á Fosshótel Reykholti, en fundurinn og aðrar máltíðir í Logalandi.
Boðið er uppá eftirtalda pakka frá föstudegi til sunnudags:

1. Eins manns herbergi og allt uppihald kr. 34.500.- (ath. takmarkaður fjöldi herbergja)
2. Tveggja manna herbergi og allt uppihald 25.500 á mann

3. Fæði (ekki morgunverður) og fundarseta án gistingar kr. 11.300 á mann

Tilkynnið þátttöku fyrir 18. apríl og takið fram hvern af ofantöldum pökkum þið viljið kaupa. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is