Aðalfundur og einþáttungahátíð í Borgarfirði dagana 3.–5. maí

Aðalfundur og einþáttungahátíð í Borgarfirði dagana 3.–5. maí

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Logalandi í Borgarfirði dagana 4. og 5. maí 2013.  Einþáttungahátíð verður haldin á sama stað föstudaginn 3. maí. Ekki er hægt að segja til um setningartíma hátíðarinnar fyrr en ljóst verður hve margir leikþættir koma á hátíðina og hvað þeir taka langan tíma í sýningu og verður það tilkynnt mánudaginn 22. apríl þegar allar umsóknir verða komnar í hús og búið að setja niður dagskránna. Hér eru upplýsingar fyrir þau félög sem hafa áhuga á að senda verk á hátíðina.

Fundurinn verður settur laugardagsmorguninn 4. maí kl. 9.00 og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 5. maí. Fundargerð aðalfundar 2012 má finna hér.

Skv. lögum Bandalagsins hafa aðeins þau aðildarfélög atkvæðisrétt á aðalfundi sem greitt hafa árgjöldin.

Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2012-2013.

Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum laugardaginn 4. maí. Frestur til að senda Þjóðleikhúsinu umsóknir rennur út föstudaginn 19. apríl. Umsóknareyðublöð má finna hér.

Gisting og morgunverður verða á Fosshótel Reykholti, en fundurinn og aðrar máltíðir í Logalandi.
Boðið er uppá eftirtalda pakka frá föstudegi til sunnudags:

1. Eins manns herbergi og allt uppihald kr. 34.500.- (ath. takmarkaður fjöldi herbergja)
2. Tveggja manna herbergi og allt uppihald 25.500 á mann

3. Fæði (ekki morgunverður) og fundarseta án gistingar kr. 11.300 á mann

Tilkynnið þátttöku fyrir 18. apríl og takið fram hvern af ofantöldum pökkum þið viljið kaupa. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is

0 Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur og einþáttungahátíð í Borgarfirði dagana 3.–5. maí 533 04 apríl, 2013 Námskeið & hátíðir apríl 4, 2013
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa