Nú vorar loksins á Suðurlandinu sem og Selfossi og það þýðir aðeins eitt, aðalfundur Leikfélags Selfoss er á næsta leiti. Aðalfundur Leikfélags Selfoss verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 20.00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Hann verður með hefðbundnu sniði, venjuleg aðalfundarstörf í léttri og heimilislegri stemningu. Sérstaklega bendum við á að inntaka nýrra félaga fer fram á aðalfundi og einnig fer fram kosning í stjórn.
Áhugasömum er bent á að vera óhrædd við að bjóða sig fram, stjórnarstarfið er þroskandi, krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt eins og flest áhugastarf. Kallað er eftir ábendingum um fólk sem bíður sig fram í stjórn á fundinum þar sem hægt er að bjóða sjálfan sig fram eða benda á aðra áhugasama (í samráði við viðkomandi).
Einnig hvetjum við alla sem vilja bætast í hóp nýrra félaga að mæta, félagið tekur þeim opnum örmum og það eru engar skyldur á bakvið aðild, engar kröfur og engin skylda að hafa staðið á sviði, þónokkrir félagar vinna einungis bakvið tjöldin og eru ekki síður mikilvægir.
Allir eru velkomnir á aðalfund og hlökkum við til að sjá ykkur og bjóðum ykkur velkomin. Heitt verður á könnunni.
{mos_fb_discuss:3}