Fundurinn verður settur laugardagsmorguninn 5. maí kl. 9.00 og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 6. maí. Gist verður á Hótel Ísafirði, Silfurtorgi 2, en fundurinn og maturinn verða í Edinborgarhúsinu. Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum.

Dagskrá fundarins

Föstudagur 4. maí
20.00-21.00 Kvöldverður í Edinborgarhúsinu.
Samvera og samhristingur.

Laugardagur 5. maí
08.00-09.00 Morgunverður á Hótel Ísafirði fyrir þá sem gista.
09:00-12.00 Aðalfundur settur í Edinborgarhúsinu
12:00-13.00 Hádegisverður í Edinborgarhúsinu
13:00-17.00 Framhald aðalfundar
17:00 Fundarhlé
20:00 Hátíðarkvöldverður í Edinborgarhúsinu
Skemmtidagskrá og samvera

Sunnudagur 6. maí
08.00 -09.00 Morgunverður á Hótel Ísafirði fyrir þá sem gista
09:00-12.00 Framhald aðalfundar og fundarslit
12:00 Hádegisverður og heimferð að honum loknum.

Dagskrá aðalfundar er í lögum Bandalagsins.

Boðið er uppá eftirtalda pakka frá föstudegi til sunnudags:
1. Eins manns herbergi og allt uppihald kr. 36.000.-
2. Tveggja manna herbergi og allt uppihald 26.000 á mann
3. Fæði (ekki morgunverður) og fundarseta án gistingar kr. 11.000 á mann.

Tilkynnið þátttöku fyrir 18. apríl og takið fram hvern af ofantöldum pökkum þið viljið kaupa. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is

Halldór Sigurgeirsson, Freyvangsleikhúsinu, hefur hug á að safna aðalfundarfulltrúum saman í rútur á Akureyri og í Reykjavík og keyra í Staðarskála þar sem fólk sameinast í aðra rútuna sem fer alla á Ísafjörð á föstudeginum og til baka á sunnudeginum. Fargjaldið gæti kostað á bilinu 7-10 þúsund kr. báðar leiðir ef þátttaka er nægilega góð. Miðað er við að leggja af stað um hádegisbilið og vera komin á Ísafjörð um kvöldmatarleytið. Áhugasamir endilega hafi samband sem allra fyrst beint við Halldór í síma 897 6083 eða í netfangið hstal@simnet.is.

Fundargerð aðalfundar 2011 er á vefsíðunni leiklist.is undir Bandalagið/Fundir og verður ekki send út.

Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2011-2012.

Skv. lögum Bandalagsins hafa aðeins þau aðildarfélög atkvæðisrétt á aðalfundi sem greitt hafa árgjöldin.

{mos_fb_discuss:3}