Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Logalandi í Borgarfirði dagana 5. og 6. maí nk.
Í tengslum við aðalfundinn verður haldin stuttverkahátíð föstudaginn 4. maí og á laugardagsmorgninum 5. maí verða 4 fyrirlestrar varðandi net- og tæknimál.

Stuttverkahátíðin verður sett kl. 20.00 föstudaginn 4. maí stendur fram eftir kvöldi.
Tilkynna þarf verk á Stuttverkahátíðina fyrir 1. maí.
Að venju er beðið um sýningar sem þurfa lítinn umbúnað og eru ekki lengri er 15 mín.

Fyrirlestrarnir hefjast kl. 9.30 laugardaginn 5. maí:

1) Vefur leikfélagsins – Hörður Sigurðarson
Hvernig eiginn vefur nýtist leikfélaginu fyrir kynningu, skipulag og varðveislu gagna.

2) Hljóð, mynd og ljós með Qlab – Hörður Sigurðarson
Hraðsoðin kynning á Qlab hugbúnaðinum fyrir hönnun og keyrslu á hljóði, mynd og ljósum í leiksýningum.

3) Office 365 – Stefán Örn Viðarsson
Kynning á Office365 og hvað það hefur upp á að bjóða fyrir leikfélögin á landinu en samkvæmt leyfisskilmálum Microsoft eiga öll „non-profit“ samtök rétt á ókeypis leyfum í þessu kerfi. Farið verður yfir almenna hluti eins og pósthýsingar, lénhýsingar og gagnavörslu ásamt stuttri kynningu á sjaldgæfari kerfum eins og Sharepoint, Skype for business og Planner.

4) Google þjónustur og vistun gagna í skýinu – Gísli Björn Heimisson
Google þjónustur – Skoðaðir kostir þess að nota þjónustur Google á vefnum.
Google docs í stað Word
Google sheets í stað Excel
Google slides í stað Powerpoint
Google drive Vistun gagna í skýinu – Skoðaðir ýmsir möguleikar við að vista gögn í skýinu
Dropbox
Google drive
Onedrive
Youtube
Að auki ef tími gefst til:
Vista upptökur af uppfærslum og meðhöndlun þeirra fyrir innsendingu vegna styrkumsókna hjá BÍL.

Aðalfundurinn verður settur kl. 13.00 laugardaginn 5. maí og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 6.
Dagskrá aðalfundar er að finna í lögum Bandalagsins.

Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum laugardaginn 5. maí. Frestur til að senda inn umsóknir rennur út mánudaginn 23. apríl. Sækja skal um í Umsóknarkerfinu á Leiklistarvefnum, sami aðgangur og til að sækja um ríkisstyrkina. Bæði umsóknarformin eru opin og upplagt að fara að færa inn upplýsingar um sýningar leikársins. Innskráning hér https://leiklist.is/innskraning/

Matur, stuttverkahátíð, fyrirlestrar og fundur verður allt í Félagsheimilinu Logalandi.

Þrenns konar gistimöguleikar eru í boði:

1. Eingöngu fyrir þá sem sækja bara stuttverkahátíð og fyrirlestra:
Svefnpokagisting aðfaranótt laugardagsins á dýnum í sal í Logalandi, kvöldverður á föstudegi og hádegisverður á laugardegi kr. 6.000.
Fólk þart að koma sjálft með dýnur og svefnpoka.

2. Gisting á Íslandshóteli í Reykholti, en það er nýuppgert og flott:
Eins manns herbergi frá föstudegi til sunnudags, allur matur og allt annað innifalið kr. 44.400
Eins manns herbergi frá laugardegi til sunnudags, matur frá hádegi á laugardegi og allt annað innifalið kr. 25.000
Tveggja manna herbergi frá föstudegi til sunnudags, allur matur og allt annað innifalið kr. 29,800 á mann
Tveggja manna herbergi frá laugardegi til sunnudags, matur frá hádegi á laugardegi og allt annað innifalið kr. 17.500 á mann
Þriggja manna herbergi frá föstudegi til sunnudags, allur matur og allt annað innifalið kr. 27.000 á mann
Þriggja manna herbergi frá laugardegi til sunnudags, allur matur og allt annað innifalið kr. 16.000 á mann

3. Gisting í íbúðarhúsum í Björk á Kleppjárnsreykjum, allur matur og allt annað innifalið kr. 22.000 á mann.
Þarna er um að ræða svefnpláss í uppbúnum rúmum fyrir rúmlega tuttugu manns í tveggja manna herbergjum og þriggja, fimm og sex manna íbúðum. Þarna er um að ræða einfalda gistingu með sameiginlegri salernisaðstöðu.
Eingöngu í boði fyrir þá sem verða frá föstudegi til sunnudags.

Þeir sem vilja sækja alla viðburðina og vera í mat en ekki í gistingu greiða kr. 10.000.

Tilkynnið þátttöku fyrir 9. apríl og takið fram hvern af ofantöldum pökkum þið viljið kaupa og endilega raðið sjálf á herbergin. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is