Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2020 verður haldinn miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir LS eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir og allir eru velkomnir.

Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn undir liðnum önnur mál.

Tillögur til laga- eða skipuritsbreytinga má leggja fyrir aðalfund, en þær þurfa að berast til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund í ár, skriflega eða í tölvupósti.
Lög og skipurit félagsins má sjá á heimasíðu leikfélagsins, leikfelagselfoss.is undir liðnum “Um félagið”.

Einnig má minna á Facebooksíðu leikfélagsins, heimasíðuna leikfelagselfoss.is og netfangið leikfelagselfoss@gmail.com þar sem hægt að skrá sig á póstlista og fá ýmsar tilkynningar um starf félagsins auk þess að spyrja nánar út í aðalfundinn.