Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga boðar hér með til aðalfundar, laugardaginn 19. september kl. 10.00 í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur er með breyttu sniði í ár af alkunnum ástæðum. Gert er ráð fyrir að fundinum verði lokið samdægurs. Ekki verður skipulögð gisting af hálfu Bandalagsins.
Aðalfundi var frestað síðastliðið vor vegna Covid-19 og samkvæmt lögum Bandalagsins verður að halda fundinn í síðasta lagi í september ár hvert.

Skráningarform fyrir fundinn er hér á Leiklistarvefnum. Nauðsynlegt er að félag sé innskráð á vefinn til að komast í formið.

Fundargögn:
Lög BÍL – Menningarstefna BÍL – Starfsáætlun stjórnar 2019-20

Í skoðun er að streyma frá fundinum þannig að þeir sem ekki eiga heimangengt geti fylgst með. Nánari upplýsingar verður að finna á Leiklistarvefnum þegar nær dregur en einnig má hafa samband við Þjónustumiðstöð til að fá aðgang.

Fastlega má gera ráð fyrir að núverandi sóttvarnarreglur um fjöldatakmarkanir og tveggja metra regluna verði enn í gildi þegar fundurinn fer fram og tekur skipulag fundar mið af því. Fundargestir eru beðnir um að virða reglurnar í hvívetna.

Þátttökugjald verður innheimt til að mæta kostnaði við fundinn og veitingar og verður að líkindum á bilinu 2-3 þúsund krónur á hvern fundarmann.