Á rúmsjó í Kópavogi

Á rúmsjó í Kópavogi

Þrír menn eru týndir úti á rúmsjó, skipreika á björgunarbát. Hungrið sverfur að og fljótt verður ljóst að til að einhverjir þeirra komist af þarf að beita róttækum aðferðum. Þeir rökræða sín á milli um hvað þurfi að gera svo einhverjir þeirra komist af umræðan snýst óhjákvæmilega um það hver þeirra er minnst virði.
Þannig hefst leikritið Á rúmsjó eftir Sławomir Mrozek sem Leikfélag Kópavogs frumsýndi um helgina í Leikhúsinu. Verkið tilheyrir flokki absúrdverka í leikritun og er beitt rýni á samfélagsgerðina, stéttaskiptingu og hvernig villimennskan getur birst á siðfágaðan hátt.
Leikstjóri verksins er Örn Alexandersson en leikarar eru Guðný Hrönn Sigmundsdóttir, Guðlaug Björk Eiríksdóttir, Stefán Bjarnarson, Helgi Davíðsson og Haukur Ingimarsson.
Sex sýningar eru áætlaðar á verkinu. Miðaverð er 2.000 kr. en nánari upplýsingar um sýninguna og miðasölu má fá á vef leikfélagsins www.kopleik.is.

1 Slökkt á athugasemdum við Á rúmsjó í Kópavogi 1120 26 október, 2015 Allar fréttir, Vikupóstur október 26, 2015

Áskrift að Vikupósti

Karfa