Valnefnd hefur lokið störfum og valið þau þrjú af sjö innsendum verkum sem notuð verða við 65 ára afmælisgjörning aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga vikuna 16.-22. nóvember.

Valnefndina skipuðu:
Ágúst Magnússon
Bernharð Arnarson
Gísli Björn Heimisson
Þráinn Sigvaldason
Ylfa Mist Hlegadóttir

Innsend verk og leyninöfn höfunda:
Afmælisveislan hans Dóra      Skjöldur
Albatrossinn                              Fuglabaninn
Hjartaslagur                              Lilja
Afmælisveislan                         Dingulskott
Ljónynjurnar                            Eydís
Heimsfrægt afmæli                 Pardusinn
Afmælisgjörningur                  Nenni H

Verkin sem valin voru (í stafrófsröð) og rétt nöfn höfunda:
Afmælisveislan
                 Oddfreyja Oddfreysdóttir
Albatrossinn                      Hilmir Arnarson
Heimsfrægt afmæli         F. Elli Hafliðason

Stuttverkin voru send öllum aðildarfélögum í síðustu viku.

Aðildarfélögum Bandalagsins er hér með boðið að setja verkin upp eða leiklesa vikuna 16.-22. nóvember í þeim tilgangi að vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalagsins. Ekki þarf að greiða höfundarlaun fyrir notkun verkanna þessa viku. Við vonumst til að sem flestir taki þátt með einum eða öðrum hætti.

Sendið okkur upplýsingar á info@leiklist.is um hvaða verk þið sýnið, hvar og hvenær. Við söfnum öllum þessum upplýsingum saman og auglýsum viðburðinn eins vel og okkur er unnt. Við þurfum að fá þessar upplýsingar í síðasta lagi 12. nóvember.