Leikdagskráin 4 x Tveir verður frumsýnd hjá Leikfélagi Kópavogs sunnudaginn 19. maí kl. 20. Þar verða fluttir fjórir leikþættir, þar af þrír eftir íslenskar leikskáldkonur. Leikhópurinn samanstendur af þátttakendum á leiklistarnámskeiði sem leikstjórinn Hörður Sigurðarson hélt hjá LK í vetur og eru flestir að stíga sín fyrstu spor á sviði. Miðaverð er 1.000 kr. og hægt er að panta miða á www.midakaup.is/kopleik eða með því að senda póst á midasala@kopleik.is.

Þættirnir eru Spurningar fyrir framan ísskápinn í þýðingu Kristínar Gestsdóttur, Love me tender eftir Hrefnu Friðriksdóttur, Viltu vatn eftir Jónheiði Ísleifsdóttur og Þriðjudagskvöld eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Sjá nánar á vef Leikfélags Kópavogs