108 PROTOTYPE er röð mánaðarlegra sýninga þar sem listamenn frá hinum ýmsu listgreinum hafa tækifæri til þess að sýna verk sína. Markmið sýninganna er að skapa umhverfi þar sem megináherslan er lögð á sköpunarferlið, tilraunir og nýjar hugmyndir. Opnum umræðum milli áhorfenda og listamanna verður stjórnað í lok hverrar sýningar.
108 PROTOTYPE fer fram í Klassíska Listdansskólanum, sem er virk miðstöð fyrir bæði dans og aðrar listgreinar. Þar er að finna rúmgóðan sýningarsal og tvo minni sali sem hægt er nota fyrir sýningar á margmiðlunarverkum. 108 PROTOTYPE nýtur fulls stuðnings Klassíska Listdansskólans sem viðurkennir þörfina á því að danslistin nái betri tengslum við samfélagið og aðrar listgreinar.
108 PROTOTYPE er ekki hagnaðarstarfsemi.
Umsókn
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í sýningarröðinni 108 PROTOTYPE þá vinsamlegast sendið eftirfarandi:
Útlistun á hugmyndinni og listrænum tilgangi.
Ferilskrá og æviágrip.
Upptaka af verkinu. (Ef verkið er nýtt þá vinsamlegast sendið upptöku af fyrri verkum). Tekið er við; DVD, DV, CD, CD Rom, myndir, skyggnur.
Frímerkt umslag með nafni og heimilisfangi ef óskað er eftir að fá gögnin send tilbaka.
Sendið til:
108 PROTOTYPE
Andreas Constantinou
Ofanleiti 9, Reykjavik 105 Is-Iceland.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um sýningarnar eða varðandi umsóknarferlið þá vinsamlegast hafið samband við Andreas Constantiniou, himherandit@yahoo.co.uk, Steinunni Ketilsdóttir, steinunn_k@hotmail.com eða leitið upplýsinga á www.ballet.is.